Office 365 Ráð og brellur (Tips and Tricks)
Farið í gegnum ýmis ráð og brellur í Office 365 - Námskeiðið er ókeypis og í boði fyrir alla innskráða notendur á Tækninám.is
Mánaðarlega munum við koma með ný innlegg varðandi ráð og brellur (Tips and Tricks) í Office 365. Námskeiðið er ókeypis og í boði fyrir alla innskráða notendur á Tækninám.is
Leiðbeinandi
Sigurjón hefur áralanga reynslu af ráðgjöf og þróun lausna í upplýsingatæknigeiranum. Helstu áhuga- og viðfangsefni eru betri lausnir til samvinnu og verkefnastjórnunar.
Sigurjón var áður aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og kenndi þar hugbúnaðarverkfræði meðal annars. Hann var meðstofnandi Verkefnastjórnunarakademíunnar sem kenndi röð fyrirlestra í verkefnastjórnun hjá Opna Háskólanum áður en MPM námið varð til.
Í nokkur ár hefur Sigurjón séð um kennslu á SharePoint og Office 365 hjá Prómennt. Hann er með M. Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar um feril og greinaskrif er hægt að finna á LinkedIn.