Skipulagning með OneNote 2016
Stafræna minnisbókin þín
OneNote er eitt það skemmtilegasta og nytsamlegasta forrit sem Office pakkinn hefur upp á að bjóða, en allt of fáir virðast vera að nýta sér það. Á þessu námskeiði munum við skoða helstu möguleika forritsins og hvernig það nýtist okkur í leik og í starfi.
Á námskeiðinu er kennt á OneNote 2016, en farið verður í helsta muninn á OneNote 2016 og OneNote for Windows 10
Námskeiðstími
Námskeiðið hefst þegar þér hentar og þú hefur ótakmarkaðan aðgang að því.
Markmið námskeiðsins
Þú lærir hvernig á að nota OneNote 2016 til að skipuleggja þig. Þú lærir að setja upp verkefni og halda utan um þau í OneNote.
Þú lærir hvernig OneNote talar við önnur forrit eins og t.d. Outlook, Word og Excel.
Þú lærir hvernig þú getur notað OneNote til að halda utan um vinnubækur og persónulegar bækur, hvar þú átt að vista þær og hvernig þú notar mismunandi einkenni til að skilja á milli bóka sem tilheyra vinnu og einkalífi.
Þú lærir hvernig gögnin þín vistast í tölvunni, snjallsímanum og spjaldtölvunni, allt eftir því hvað hentar þér.
Við förum á meðal annars í:
- Setja mismunandi efni inn í OneNote
- Taka upp hljóð og myndbönd og leita í hljóði
- Deila bókum í OneNote
- Halda utan um skipulag með "tags"
- Glósa inn í OneNote
- Samvinna OneNote og Outlook
- Munurinn á OneNote 2016 og OneNote for Windows 10
Námskeiðið er um það bil 75 mín
Leiðbeinandi
Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.
Efni námskeiðs
-
ByrjaHvað er OneNote? (0:42)
-
ByrjaSkipuleggja notendaviðmótið (2:30)
-
ByrjaStofna nýja OneNote minnisbók (2:40)
-
ByrjaSetja inn texta í OneNote (4:07)
-
ByrjaSkýra flipa og blaðsíður (1:03)
-
ByrjaBúa til, færa og eyða flipum og blaðsíðum (2:46)
-
ByrjaEndurnefna og færa minnisbækur (1:11)
-
ByrjaForsniðinn texti (0:49)
-
ByrjaNotkun áherslumerkja og tölusetning (0:43)
-
ByrjaBæta við myndum (1:05)
-
ByrjaSendi efni til OneNote (1:42)
-
ByrjaSenda skjáskot til OneNote (1:35)
-
ByrjaVinna með skjáskot (2:34)