Skipuleggðu vinnudaginn með aðferðum Lean

Með aðferðum Lean getum við lært að skipuleggja daginn og stýra áreitinu. Með því aukum við afköst og ljúkum vinnudeginum ánægð með afrakstur dagsins.

Leiðbeinandi


Guðmundur Ingi Þorsteinsson
Guðmundur Ingi Þorsteinsson

Guðmundur Ingi Þorsteinsson er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur sem hefur lært, kennt og unnið með Lean í um 15 ár. Guðmundur hefur unnið með Lean sem bæði stjórnandi og sem ráðgjafi um árabil. Guðmundur hefur verið með Lean námskeið og fyrirlestra hjá fyrirtækjum.


Algengar spurningar


Fyrir hvern er námskeiðið?
Þetta námskeið hentar hvort sem er almennum starfsmönnum eða stjórnendum og er fyrir alla sem vilja læra aðferðir til að jafna vinnuálag og skipuleggja vinnudaginn á skilvirkan hátt.
Hvernig og hvenær er námskeiðið aðgengilegt?
Námskeiðið er aðgengilegt hér á taekninam.is þegar þér hentar. Þú skráir þig inn á þínum aðgangi og getur horft á það hvenær sem þér hentar. Þú getur horfir á námskeiðið eins oft og þú vilt og í eins löngum skömmtum og þú ákveður. Þú getur allt komið til baka og haldið áfram þar sem frá var horfið.
Ef ég þekki þegar til Lean, gagnast námskeiðið mér þá?
Ef þú þekkir nú þegar eitthvað til Lean þá mun námskeiðið líklegast gagnast þér betur ef eitthvað er. Á námskeiðinu er farið yfir þau lykilatriði og aðferðir úr Lean sem gagnast fólki hvað mest í daglegum störfum. Einnig ef þú ert þegar að nota aðferðir Lean í daglegum störfum þá mun þetta námskeið að öllum líkindum koma með nýja og ferska sýn á aðferðirnar og hjálpa þér enn fremur.
Þarf ég að vita hvað Lean er til að námskeiðið gagnist mér?
Námskeiðið hentar öllum og þú þarft ekki að hafa neina sérstaka þekkingu áður en þú kemur á námskeiðið. Það sem skiptir mestu máli er vilja gera betur og vera tilbúin að prófa nýjar leiðir og verklag.
Hvað er Lean?
Lean er talin ein árangursríkasta stjórnunaraðferð 21. aldarinnar og rætur í Japan. Lean snýst um að virkja allt starfsfólk og einfalda vinnuna hjá þeim með virði fyrir viðskiptavini að leiðarljósi. Hjá fyrirtækjum sem byrja að innleiða Lean er algengt að markmiðin séu að lækka kostnað, auka ánægju starfsmanna og viðskiptavina, ásamt því að auka framleiðni.

Byrja núna!