Teams í hnotskurn

Ýtarleg yfirferð yfir þá möguleika sem Microsoft Teams hefur upp á að bjóða.

Microsoft Teams er í stöðugri þróun og nýjungar bætast við í hverjum mánuði. Þetta námskeið er nýrra og ýtarlegra en Teams grunnnámskeiðið okkar.

Á þessu námskeiði förum við í gegnum helstu eiginleika Teams og hvernig þú getur nýtt þér þá í samvinnu. Við skoðum þá samskiptamöguleika sem forritið felur í sér, og við skoðum hvernig fjöldi forrita getur tengist við Teams. Einnig skoðum við þá möguleika sem Teams fundir bjóða upp á og hvernig þú getur notað Teams í beina útsendingu (Live event).

Að námskeiði loknu hafa þátttakendur lært á alla helstu þætti Teams og hvernig best er að skipuleggja verkefni. Hvaða samskiptavalkostir og deilimöguleikar eru í boði, aðgangsstýringar og hvernig deila skal gögnum.


Námskeiðstími

Námskeiðið hefst þegar þér hentar og þú hefur ótakmarkaðan aðgang að því.Leiðbeinandi


Hermann Jónsson
Hermann Jónsson

Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.


Efni námskeiðs


  Inngangur
Í boði í Dagar
Dagar Eftir að þú hefur tekið þátt
  Samantekt
Í boði í Dagar
Dagar Eftir að þú hefur tekið þátt

Algengar spurningar


Hvenær byrjar og hvenær endar námskeiðið?
Námskeiðið hefst núna og endar aldrei. Þú stjórnar hraðanum, námskeiðið hefst og endar þegar þú vilt.
Hvað ef ég er óánægð/ur með námskeiðið?
Ef þú ert óánægð/ur með námskeiðið hefur þú 30 daga til að hafa samband við okkur og fá endurgreitt.

Byrja núna!