Upplýsinga- og skjalastjórnun í Microsoft 365 (áður Office 365)

Fáðu yfirgripsmikinn skilning og náðu tökum á skjalastjórnun í Microsoft 365, Teams, Onedrive og SharePoint

Námskeiðið Upplýsinga- og skjalastjórnun í Microsoft 365 verður með blönduðu kennslufyrirkomulagi. Á þessu námskeiði munum við blanda saman örfyrirlestrum, örmyndböndum, lifandi vefstundum (live webinars), gera verkefni, svara spurningakönnunum. Jafnframt verður því stýrt hvernig efnið birtist á námskeiðinu eftir því sem tíminn líður.

Markmið:

 • Að nemendur fái heildstæðan skilning á því hvernig upplýsinga- og skjalastjórnun er háttað í Microsoft 365 (áður Office 365).
 • Jafnframt að þeir hafi góða yfirsýn á hvernig stilla megi upp upplýsingahögun í sínu fyrirtæki og almennt verða betri notendur á tækninni og því sem hún bíður upp á.

Fyrir hverja:

 • Alla notendur Microsoft 365 sem vilja skilja betur hvernig umhverfið er hugsað og vilja fá sem mest út úr skipulagðri skjalastjórnun í sínu vinnumhverfi.

Helstu viðfangsefni:

 • Fjallað verður almennt um skjalastjórnun og hvað ber að hafa í huga við uppsetningu á skjalastjórnunarkerfum
 • Farið ítarlega í gegnum skjalastjórnunareiginleikana í Microsoft 365
 • Farið í gegnum hvenær við notum hvað og hvenær ekki
 • Sýnd helstu skjalastjórnunareiginleikar í Onedrive, Teams og SharePoint
 • Nánar um aðgangsstýringar í Microsoft 365 með tilliti til skjalastjórnunar
 • Skjalastjórnun í verkefnum, hvernig Teams, Planner og SharePoint halda utan um verkefnagögn
 • Skoðað hvernig ofangreind verkfæri vinna saman í tengslum við skjalavinnslu
 • Kynntar aðferðir við að skipuleggja upplýsingar og meðhöndlun upplýsinga í Microsoft 365
 • Stuttlega farið í gegnum hvernig upplýsingahögunin er í Microsoft 365, hverjar er bestu leiðirnar og hvað ber að varast


Algengar spurningar


Hvenær hefst námskeið og hvenær lýkur því?
Námskeiðið hefst 29. september og því lýkur 29. október. Hins vegar hafið þið áfram aðgang að námsefninu ef þið hafið keypt námskeiðið eða eruð í ársáskrift.
Hvernig eru fyrirkomulag námskeiðsins?
Námskeiðið verður með blönduðu kennslufyrirkomulagi. Þið getið farið í gegnum hluta af námsefninu á eigin forsendum, á ykkar tíma og þegar ykkur hentar. Vefstundirnar verða svo tímasettar og þið fáið upplýsingar um þær þegar þið hafið skráð ykkur á námskeiðið. Vefstundirnar verða 2-3, ca. 30-60 mín í senn á 4ja vikna tímabili.
Þarf að skila inn verkefnum?
Það þarf ekki að skila inn verkefnum. Þið ákveðið alfarið hvort þið gerið verkefnin eða ekki, þau eru fyrst og fremst til að hjálpa ykkur að ná betri tökum á viðfangsefnum og prófa í ykkar eigin umhverfi. Við mælum eindregið með að þið spreytið ykkur á verkefnunum.
Er námskeiðið í fjarnámi eða staðarnámi?
Þetta námskeið er alfarið í fjarnámi.
Hver er munurinn á að kaupa stakt námskeið og að vera í áskrift?
Þegar þú kaupir stakt námskeið þá ertu með aðgang að því námskeiði eingöngu, en aðgangur rennur aldrei út. Þegar þú kaupir áskrift að Tækninám, þá ertu með aðgang að öllum námskeiðum meðan áskriftin er í gildi. Jafnframt færðu aðgang að öllum nýjum námskeiðum og uppfærslum á námskeiðum sem koma inn meðan áskriftin er í gildi. Tökum dæmi: Eitt námskeið kostar 19.900,- og þú getur keypt aðgang að því. Ársáskrift kostar 29.900,- og innifalið í henni er aðgangur að um 30 námskeiðum í dag.
Hvað er reiknað með að það fari mikill tími í námskeiðið?
Námskeiðið er fjórar vikur og það má reikna með frá 1-3 klst á viku, en það er alfarið ykkar, hvort þið vinnið verkefnin og hvað þið eyðið miklum tíma í þau. Einnig má reikna með að þátttaka í vefstundum sé 1 klst í þeim vikum sem þær eru.

Þetta námskeið er ekki opið fyrir skráningu